top of page
Search

Kvenfélögin styrkja brýnt verkefni

Hjartastuðtæki eru mikilvæg björgunartæki sem geta bjargað mannslífum í neyðartilvikum. Rannsóknir hafa sýnt að skjót notkun AED getur aukið lífslíkur verulega við hjartastopp. Rafstuð innan þriggja mínútna frá hjartastoppi eykur lífslíkur um 70% og rafstuð innan einnar mínútu frá hjartastoppi eykur lífslíkur um 90%.


Æfingasvæðið okkar er úr alfaraleið og jafnvel við bestu aðstæður þá er ólíklegt að aðstoð berist frá sjúkraflutningamönnum búnum hjartastuðtæki innan tíu mínútna frá hjartastoppi. Á æfingasvæðinu er heldur ekkert símasamband og því getur komið upp alvarleg staða ef einstaklingur fer í hjartastopp.


Því hefur félagið sett af stað söfnun fyrir hjartastuðtæki til að hafa á æfingasvæðinu þar sem stundaðar eru skotæfingar flesta daga ársins af fólki á öllum aldri. Leitað var til kvenfélaga á Snæfellsnesi eftir aðstoð við að fjármagna verkefnið og Kvenfélagið Gleym mér ei í Grundarfirði og Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi svöruðu kallinu skjótt og styrktu verkefnið um 100.000 kr. hvort. Við erum afar þakklát og sendum okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Við vonum að okkur takist að fjármagna verkefnið að fullu áður en sumarvertíðin hefst á skotsvæðinu og ekki má gleyma stórmótinu í ágúst þar sem við eigum von á hundruðum gesta.


 
 
 

Comments


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page