Síðastliðinn laugardag voru miklar framkvæmdir á æfingasvæðinu, en þá var ráðist í steypuvinnu. Stéttin fyrir framan nýja skothúsið var steypt, sem er í senn hjólastólarampur til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra. Skothúsið var sérstaklega hannað með aðgengi hjólastóla í huga og er t.a.m. með 5 skotlúgur sérstaklega ætlaðar skotíþróttafólki í hjólastól.
Einnig voru steyptar undistöður undir nýja félagsheimilið sem er væntanlegt og einnig stoðveggur til að afmarka önnur svæði. Fluttar verða fréttir af fleiri framkvæmdum fljótlega.

Comments