Eftir langt ferðalag með 300 kíló af búnaði er íslenski hópurinn kominn út og búnir að koma sér fyrir í Grand Junction í Colorado. Þegar þeir voru búnir að koma sér fyrir og jafna sig á ferðaþreytunni fékk hópurinn að fara upp á skotsvæði að tékka af rifflana og átta sig aðeins á aðstæðum. Græjurnar virkuðu allar nokkurn veginn eins og ætlast var til í breyttu loftslagi, en það var helst hitinn sem var að sliga menn, en hitinn fór alveg upp í 34 gráður þegar leið á daginn.
Íslenski hópurinn mun hefja keppni á laugardag kl. 13:00 á íslenskum tíma. Okkar menn skjóta á laugardag og mánudag.
Hér er beint streymi dagskrá 2024 IPRF World Championship.
Hægt er að sjá þessa streymi beint á þessari Facebook síðu og hugarfarið YouTube Channel The Shooter’s Mindset Ch Fylgdu báðum síðum og ýttu á tilkynningu til að fá tilkynningu.
Myndin er frá PRS Ísland
Comments