top of page
Search
Writer's pictureskotgrundmot

Heimsmeistaramótið í PRS

Í dag halda 5 íslenskir keppendur af stað vestur yfir haf til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í PRS sem haldið verður í Colorado. Þar af eru 4 félagsmenn frá Skotfélagi Snæfellsness en það eru þeir Arnar Geir, Steinar Smári, Þorgrímur Dúi og Jóhannes.

Þetta er gríðarlega stór viðburður og við ætlum að fylgjast spennt með íslenska hópnum í gegnum streymi. Við munum flytja fréttir af hópnum hér á heimasíðu félagsins og við munum setja inn hlekki þar sem hægt verður að fylgjast með streyminu. Við óskum strákunum góðs gengis í Colorado.

Myndin er tekin frá PRS Íslands

34 views0 comments

Comments


bottom of page