Dagana 1. og 2. mars tóku Heiða Lára og Pétur Már þátt í Landsmóti STÍ sem haldið var á Ísafirði. Á laugardeginum kepptu þau í 50m liggjandi riffli. Heiða Lára endaði í 4. sæti af sjö keppendum og Pétur Már í 7. sæti.
Á sunnudeginum keppti Heiða Lára í þrístöðu og endaði í 3. sæti. Hægt er að sjá öll úrslit á heimasíðu STÍ.

Comments