top of page
Search

Heiða Lára Íslandsmeistari í Varmint flokki og bætti Íslandsmetið um 18 stig

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmeistaramót í BR-50 riffilskotfimi á Akureyri. Mótshaldari var Skotfélag Akureyrar og keppt var í þremur flokkum, Sporter flokki, Light-Varmint flokki og Heavy-Varmint flokki. Meðal keppenda voru tveir fulltrúar frá Skotfélagi Snæfellsness en það voru þau Heiða Lára Guðmundsdóttir og Pétur Már Ólafsson.


Laugardagurinn var bjartur og það var hægur vindur, en vindurinn var þó aðeins að stríða keppendum í brautinni. Fyrst var keppt í Sporter flokki og eftir hádegishlé tók L.V. flokkurinn við. Okkar kona, Heiða Lára gerði sér lítið fyrir og sigraði L.V. flokkinn og bætti gildandi Íslandsmet um 18 stig, en hún keppti í blönduðum flokki (KK og KVK). Hún fékk alls 742 stig af 750 mögulegum og er það nýtt Íslandsmet. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru skotin 75 skot í keppninni og mest er hægt að fá 10 stig fyrir hvert skot. Heiða Lára er því handhafi tveggja Íslandsmeistaratitla því hún varð einnig Íslandsmeistari í loftskammbyssu kvenna fyrr á þessu ári.


Sunnudagurinn var blautur og þungbúinn, en þá var keppt í H.V. flokki og aftur var vindurinn aðeins að stríða keppendum. Keppnin var jöfn og spennandi og það var mjög mjótt á munum, en að lokum voru það innri tíur sem réðu úrslitum í H.V flokki.


Sett voru Íslandsmet í öllum flokkum mótsins, bæði fullorðinna og ungmenna. Að sögn okkar fólks þá var mótshaldið til fyrirmyndar og allt gekk mjög vel fyrir sig. Við óskum Heiðu Láru innilega til hamingju með árangurinn.

Sigurvegarar mótsins


Sporter Light Varmint Heavy Varmint

1. Kristján Arnarson 1. Heiða Lára Guðmundsd. 1. Rosa Millan

2. Rósa Millan 2. Erla Sigurgeirsdóttir 2. Kristján Arnarson

3. Bjarni Valsson 3. Rosa Millan 3. Finnur Steingrímsson


Unglingaflokkur Unglingaflokkur Unglingaflokkur

1. Tristan Árni Eiríksson 1. Tristan Árni Eiríksson 1. Hólmgeir Örn Jónsson

2. Samúel Ingi Jónsson 2. Samúel Ingi Jónsson

3. Sóley Þórðardóttir 3. Sóley Þórðardóttir15 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page