top of page
Search

Gleðilegt sumar

Writer's picture: skotgrundmotskotgrundmot

Þá er sumarið formlega gengið í garð. Veturinn er búinn að vera óvenjulega langur og snjóþungur hér á Snæfellsnesi. Snæfellingar hafa getað notið þess að skíða í skíðabrekkunni alveg fram í seinni hluta apríl sem er mjög sérstakt, en fyrir aðeins 5 dögum var allt á kafi í snjó á skotsvæðinu og illfært þangað. Nú er snjórinn hins vegar farinn og félagsmenn flykkjast á skotæfingasvæðið til skotæfinga. Framkvæmdir sumarsins eru að hefjast og við erum farin að skipuleggja viðburði sumarsins.


Fyrst og fremst ætlum við að leggja áherslu á að klára sem mest í skothúsinu og ganga frá lóðinni umhverfis húsið. Svo verður sett upp ný braut fyrir æfingar og keppni í PRS svo eitthvað sé nefnt. Við munum flytja fréttir af því sem er að gerast hér á heimasíðunni.


3 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page