Þá er sumarið formlega gengið í garð og það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Sumardaginn fyrsta var tekið til á skotsvæðinu og við byrjuðum skafa og mála glugga.
Félagsmenn hafa verið duglegir að nota æfingasvæðið og þar eru félagsmenn við æfingar alla daga. Riffilbrautin hefur verið sérstaklega mikið í notkun.
Á kvöldin höfum við verið að smíða inni í skothúsinu og ljúka við frágang innandyra.
Í gær fengum við svo byggingarefni til þess að endurbyggja vélarskúrinn.
Við höfum verið í viðræðum um kaup á nýju stærra félagshúsnæði og vonandi munu berast tíðindi af því innan skamms.
Við höfum einnig verið í viðræðum um að rafvæða skotæfingasvæðið en við höfum barist fyrir því í mörg ár að fá rafmagn á skotsvæðið.
Þá hafa fjölmargir hópar haft samband og óskað eftir því að fá að koma í heismókn til okkar á næstu vikum og við erum með það allt til skoðunar.
Við stefnum við á að vera með æfingakvöld á skeet-vellinum fyrir þá sem vilja komast í leirdúfuskotfimi. Þau verða auglýst hér á síðunni. Minnum svo á árlegt Sjómannadagsmót.
En fyrst og fremst ætlum við að leggja áherslu á að klára sem mest í skothúsinu, steypa tröppur og að ganga frá lóðinni umhverfis húsið. Við munum flytja fréttir af því sem er að gerast hér á heimasíðunni.
Comments