top of page
Search

Gleðilegt nýtt ár

Nú er nýtt ár gengið í garð og við óskum félagsmönnum okkar og skotáhugafólki öllu gleðilegt nýtt ár.


Á gamlársdag var val á íþróttamanni Grundarfjarðar kunngert við hátíðlega athöfn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Þar áttum við einn fulltrúa en Unnsteinn Guðmundsson var tilnefndur fyrir skotíþróttir. Fyrir valinu var Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir en hún hefur verið í fremstu röð á landsvísu í hestaíþróttum í sínum aldursflokki undanfarin ár.


Við sama tilefni ákvað íþrótta- og tómstundanefnd Grundarfjarðar að standa fyrir þeirri nýbreytni að veita sjálfboðaliðum í baklandi íþróttastarfs og tómstunda þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf sitt. Þrír fulltrúar Skotfélags Snæfellsness voru heiðraðir en það voru þeir Birgir Guðmundsson, Unnsteinn Guðmundsson og Þorsteinn Björgvinsson. Þeir voru allir stofnendur félegsins og hafa starfað fyrir félagið af líf og sál í 35 ár. Við færum þeim allar okkar þakkir.

Unnsteinn Guðmundsson (annar frá vinstri) var tilnefndur sem íþróttamaður ársins. Myndin er tekin af www.grundarfjordur.is

6 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page