Eins og mörgum er kunnugt þá erum við að snyrta til á skotsvæðinu og nýlega barst okkur glæsileg gjöf frá listamanninum Lúðvík Karlsson Liston. Um er að ræða glæsilegt listaverk sem mun prýða æfingasvæðið. Listaverkið var sérstaklega smíðað fyrir okkur og heitir "Fossbúinn" og er listaverk úr grjóti þar sem Fossbúinn horfir á Hrafnafoss, sem er eitt helsta kennileiti svæðisins. Á bakhlið listaverksins er skotskífa sem tengir saman æfingasvæðið okkar og það stórbrotna landslag sem svæðið hefur upp á að bjóða. Við færum Liston okkar bestu þakkir fyrir.
top of page
bottom of page
Comments