Um síðustu helgi voru sett upp ný skotmörk á æfingasvæðinu á mörgum mismunandi færum. Þetta eru skotmörk úr hardox stáli sem félagið keypti og það voru strákarnir í Stykkishólmi sem sáu um hönnun og smíði á skotmörkunum. Þessi skotmörk henta sérstaklega vel fyrir æfingar og keppni í PRS, en nýtast að sjálfsögðu einnig vel fyrir aðra skotfimi. Að þessu sinni voru sett skotmörk á 200m, 250m, 300m, 366m, 400m, 450m, 500m og 550m.
Við þökkum Kára Hilmars, Arnari Geir Diego og Gunnari Ásgeirs kærlega fyrir þeirra framlag til félagsins, en þeir hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í smíðin. Um leið biðjum við alla um að ganga vel um völlinn og gæta þess að skjóta aðeins í skotbjöllurnar.
Comments