top of page
Search

Framkvæmdir sumarsins hafnar

Eins og mörgum er kunnugt fór aðalfundur félagsins fram nýlega. Þar voru framkvæmdir sumarsins skipulagðar og verkefnum skipt niður á milli félagsmanna. Í vikunni var byrjað að setja upp rólur á æfingasvæðinu og fleiri framkvæmdir eru einnig hafnar. Á miðvikudaginn var farin tiltektar- og ruslaferð og undirbúningur fyrir málningarvinnu er hafinn. Það verður því nóg að gera á næstu misserum.


11 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page