Í gær kom saman öflugur hópur sjálfboðaliða til þess að steypa á skotsvæðinu. Byrjað var að steypa veggi fyrir tröppur fyrir framan skothúsið, hafist var handa við að steypa undirstöður undir nýja félagsheimilið okkar og steypt var gangstétt við riffilbrautina.
"Steini gun" fékk steypubílinn lánaðan og Almenna umhverfisþjónustan ehf. bjargði okkur um steypu. Við færum þeim bestu þakkir fyrir. Annars hafa undanfarnir dagar verið undirlagðir í undirbúning s.s. mótauppslátt, jarðvinnu o.fl., en öll vinna á svæðinu er unnin af sjálfboðaliðum félagsins.
Við bíðum nú eftir að geta rifið mótin utan af steypunni, slegið upp fyrir næstu steypu og við stefnum á að ná einni steypu í viðbót fyrir veturinn. Þá getum við farið að einbeita okkur að verkefnum innandyra og haldið skotmót.
Comments