Það er búið að sinna ýmsum verkefnum á skotsvæðinu síðustu daga. Búið er að vinna í frágangi innanhúss í skothúsinu, unnið var við mótauppslátt og járnabindingu utanhúss og svo er búið að setja upp grindur við skothúsið. Þær eru hugsaðar til að hindra óæskilega umferð fyrir framan skotlúgurnar. Ýmis önnur verkefni eru framundan s.s. að fara yfir skilti og merkingar til að tryggja öryggi enn frekar.
top of page
bottom of page
Comments