Það er búið að er vera nóg að gera á skotsvæðinu undanfarna daga. Við erum búin að vera að græja og gera fyrir veturinn og svo erum við búin að nýta góða veðrið til útivinnu. Unnið hefur verið við frágang á nýja aðstöðuhúsinu sem við byggðum í sumar og svo er verið að klæða skothúsið að innan með hljóðdempandi plötum. Einnig eru mörg önnur verkefni í gangi og fluttar verða fréttir af því helsta hér á heimasíðunni.
Unnið við uppsetningu á hljóðdempandi plötum. Mikið verður lagt upp úr hljóðvist í nýja skothúsinu.
Comentários