Síðastliðinn sunnudag hittust stjórnarmenn á skotsvæðinu til að skipuleggj framkvæmdir sumarsins. Til stendur að fara í mörg verkefni þegar sól hækkar á lofti og þar ber helst að nefna að setja upp riffilbatta við skothúsið, klára húsið sjálft og þökuleggja og snyrta umhverfið.
Fyrsta verkefnið verður að setja upp riffilbatta á 50m, 100m og 200m. Einnig verða settar upp skotbjöllur á þessum sömu færum. Jón Pétur og Birgir ætla að skipuleggja það.
Unnsteinn og Arnar ætla að skoða rafmagnsmál fyrir skothúsið. Þeir ætla að sjá um innkaup á raflagnaefni og uppsetningu á rafmagnstöflu o.fl.
Ákveðið var að félagið kaupi fleiri skotvopn og skotmörk til að nota við þjálfun nýliða. Jón Pétur og Birgir ætla að skoða það frekar. Við stefnum á að vera svo með reglulegar æfingar fyrir nýliða og unglinga.
Ákveðið var að byrja að einangra skothúsið að innan og kaupa hljóðdempandi plötur á veggi og setja upp borð fyrir riffiltöskur. Útiverkefni verða þó í forgangi.
Jón Pétur sagði frá því að Eymar ætlar að fá með sér mannskap og sjá um að steypa gangstétt frá riffilhúsinu upp að 25m battanum. Þá ætlum við að þökuleggja í kringum skothúsið og alveg upp að 25m í fyrstu lotu. Ætlunin er svo að framlengja stéttinni og grasinu upp að 100m síðar.
Birgir sagði frá því að varahlutir í ljósavélina eru komnir og hann og Steini gun séu að setja hana saman. Hún verður vonandi komin í gagnið mjög fljótlega.
Þá kom einnig fram að Heiða Lára er búin að kaupa hækkanlega stóla til þess að hafa við skotborðin og þá var einnig rætt um kaup á nýju stærra félagshúsnæði til þess að flytja á staðinn.
Comments