Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í apríl var ákveðið að félagsgjaldið verði óbreytt fyrir næsta starfsár eða 7.000 kr. Nú er verið að senda út greiðsluseðla fyrir félagsgjöldum, en innkoma af félagsgjöldum fer óskert í rekstur og uppbyggingu æfingasvæðisins. Nú er verið að panta mikið af byggingarefnum til þess að klára skothúsið að innan. Við vonum því að félagsmenn sjái sér fært að greiða félagsgjaldið fúslega svo við getum haldið uppbyggingunni áfram.
top of page
bottom of page
Comments