top of page
Search

Dagný Rut tilnefnd sem íþróttamaður Grundarfjarðar

Writer's picture: skotgrundmotskotgrundmot

Grundarfjarðarbær óskar árlega eftir tilnefningum frá íþróttafélögunum í sveitarfélaginu til íþróttamanns ársins. Viðkomandi þarf að hafa lögheimili í Grundarfirði.


Að þessu sinni var Dagný Rut tilnefnd af Skotfélagi Snæfellsness. Dagný Rut hefur verið einn fremsti keppandi félagsins í skotíþróttum um árabil og þá sérstaklega í PRS (Precision Rifle Series). Á árinu sem er að líða tók Dagný Rut þátt í 6 af 7 mótum í Íslandsmeistaramótaröðinni í PRS sem haldin voru um allt land. Þar keppti hún í verksmiðjuflokki.


Á þessum 6 mótum sem hún tók þátt í vann hún til tvennra gullverðlauna og fékk 4 silfur. Hún var í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn alveg fram á síðasta mót, en 3 bestu mótin af 7 telja til stiga sem Íslandsmeistari. Dagný Rut endaði 2. sæti af 13. keppendum en þegar öllum 7 mótunum var lokið var hún og efsti maður jöfn á stigum í fyrsta sæti. Til að skera úr um hvort þeirra stæði uppi sem Íslandsmeistari þá var ein þraut úr lokamótinu látin skera úr um úrslitin og því endaði Dagný í öðru sæti með jafn mörg stig og Íslandsmeistarinn. 

Þá tók hún einnig þátt í árlegu sjómannadagsmóti félagsins í leirdúfuskotfimi.



74 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page