Síðastliðinn þriðjudag fór fram aðalfundur Skotvís. Farið var yfir hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem ný stjórn var kosin. Á meðal þeirra sem kosnir voru í stjórn Skotvís var Dagný Rut Kjartansdóttir sem er félagsmaður í Skotfélagi Snæfellness.
Dagný Rut hefur verið félagsmaður í Skotfélagi Snæfellsness í 7 ár og hefur verið í mótanefnd félagsins um árabil og komið að skipulagningu og framkvæmd móta. Dagný Rut er mikil keppnismanneskja og hefur tekið þátt í fjölda skótmóta með góðum árangri. Þá er hún einnig mikið í skotveiði og hægt er að fylgjast með Dagnýju Rut á Instagram síðunni hennar west_icehunters
Hægt er að lesa meira um aðalfund Skotvís á facebooksíðu Skotvís https://www.facebook.com/skotvis
Comments