Um nýliðna helgi var Skotfélag Snæfellsness með stóra byssusýningu á Veiðisafninu á Stokkseyri í samstarfi við Veiðisafnið og verslunina Veiðihornið. Um er að ræða árlega byssusýningu Veiðisafnsins þar sem skotfélögum og skotveiðiverslunum er boðið að koma og sýna skotvopn og varning tengdum skotveiði.
Að þessu sinni var það félagið okkar sem var með sýningu og Veiðihornið var með kynningu skotvopnum og vörum frá versluninni. Sýningin stóð yfir alla helgina frá kl. 11:00 til 18:00 og komu nokkur hundruð gestir til að sjá sýninguna. Til sýnis voru fjölmörg skotvopn og einnig gátu gestir tekið þátt í léttum spurningaleik sem við vorum með í samstarfi við Veiðihornið.
Comments