top of page
Search

Birgir Guðmundsson heiðraður

Updated: Jan 24, 2023

Á gamlársdag var Birgir Guðmundsson heiðraður af Íþrótta- og tómstundanefnd Grundarfjarðarbæjar fyrir óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf hjá Skotfélagi Snæfellsness, en Birgir er maðurinn sem hefur smíðað og lagað nánast allt á skotsvæðinu sem við hin notum við skotæfingar. Birgir veit svo sannarlega hvað það er að vera félagsmaður í félagi og hann ætlast ekki til þess að allir hinir geri hlutina, "þetta er jú félag - en ekki þjónusta".


SJÁLFBOÐALIÐI Í 35 ÁR

Birgir var einn af stofnendum félagsins fyrir 35 árum og hefur verið mjög virkur félagsmaður alla tíð. Hann sat í stjórn félagsins fyrstu tvö starfsárin og þegar kynslóðaskipti urðu í stjórn félagsins fyrir um 12 árum þá steig Birgir fram og bauð fram krafta sína sem reyndist nýrri stjórn ómetanlegur stuðningur og hefur Birgir verið ein aðal driffjöðurin í félaginu síðan. Birgir gerðist stjórnarmaður á ný fyrir 8 árum og situr nú í stjórn félagsins.


Birgir er alltaf með fyrstu mönnum til að mæta þegar þarf að sinna verkefnum á vegum félagsins, hvort sem það sé vinnukvöld, skotvopnanámskeið, skemmtikvöld eða annað. Birgir hefur skipulagt fjölmörg skotvopnanámskeið, kynningarkvöld o.fl. og mætir hann þá iðulega með sín eigin skotvopn og skotfæri sem hann leggur til í námskeiðin á eigin kostnað. Hann hefur í raun sjálfur borið mest allan kostnað af slíkum námskeiðum í gegnum árin.

Þá er hann einnig mjög fróður um skotvopn og hann er duglegur að miðla reynslu sinni til reynsluminni skotmanna og leita þeir gjarnan til hans bæði til að afla sér fróðleiks og til að fá aðstoð við viðgerðir eða endurbætur á skotvopnum sínum. Framlag Birgis til félagsins og vinátta er algjörlega ómetanleg. TAKK BIRGIR.






5 views0 comments

コメント


bottom of page