top of page
Search

Arnar Geir tilnefndur sem íþróttamaður HSH

Arnar Geir hefur verið tilnefndur sem íþróttamaður HSH árið 2023. Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu óskar ár hvert eftir tilnefningum sem íþróttamaður ársins og í ár var það Addi sem var tilnefndur af Skotfélagi Snæfellsness.


Addi hefur verið mjög virkur í starfi félagsins á árinu sem er að líða og tekið þátt í fjölda móta. Hann náði góðum árangri í PRS mótaröðinni, en þetta er 6 móta mótaröð þar sem keppt er um allt land og þrjú bestu mótin telja til stiga. Arnar Geir tók þátt í öllum mótum ársins og stóðu uppi sem Íslandsmeistari í verksmiðjuflokkinum, en keppt er í tveimur flokkum.


Þá hefur Addi staðið fyrir útbreiðslu PRS innan félagsins okkar, en hann var m.a. með opna æfingu fyrir félagsmenn og sá einnig um skipulagningu og framkvæmd innanfélagsmóts í greininni þar sem félagsmönnum gafst tækifæri til þess að kynnast þessari nýju keppnisgrein.20 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page