top of page
Search

Arnar Geir nýr formaður Skotfélags Snæfellsness

Aðalfundur Skotfélags Snæfellsness fór fram í bakaríinu í Stykkishólmi síðastliðinn miðvikudag. Farið var yfir hefðbundin aðalfundarstörf og kosin var ný stjórn.


Arnar Geir var kosinn nýr formaður félagsins og tekur hann við keflinu af Jóni Pétri sem hafði verið formaður í 13 ár. Jón Pétur er þó hvergi nærri hættur að starfa fyrir félagið og mun starfa áfram í stjórn félagsins. Með nýju fólki koma nýjar áherslur og við hlökkum til að fá að njóta krafta Arnars í framtíðinni. Addi hefur verið mjög virkur í starfi félagsins undanfarin ár og hefur komið inn með ferskar hugmyndir og sýnt mikið frumkvæði. Hann hefur staðið fyrir útbreiðslu PRS innan félagsins og skipulagt námskeið og mót á vegum félagsins. Þá hefur hann einnig verið einn fremsti keppandi félagsins í PRS.


Það eru mjög spennandi tímar framundan hjá félaginu og það verður nóg um að vera hjá okkur í sumar. Við munum flytja fréttir af því helsta hér á heimasíðu félagsins.


8 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page