top of page
Search

Aðventumót í riffilskotfimi

Það var mikið fjör á skotsvæðinu síðastliðinn sunnudag þegar við héldum Aðventumót í riffilskotfimi. Við fengum eins gott veður og hugsast getur á þessum árstíma, en það var alveg logn, vægt frost, tunglbjart og norðurljós.


Með nýja skothúsinu hefur æfingatímabilið lengst til muna og við vorum með upplýst skotmörk. Skotnar voru mismunandi gerðir af skotskífum, en aðalatriðið var að hafa gaman og kynna nýja félagsmenn fyrir mismunandi keppnum í riffilskotfimi. Þátttakan var mjög góð en sá yngsti var 15 ára og sá elsti 74 ára. Skotið var í þremur riðlum og boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og ekki var annað að sjá en að allir hafi farið sáttir heim.



13 views0 comments

Comments


bottom of page