top of page
Search

Aðstöðuhúsið klætt að utan

Í gær var unnið við að klæða aðstöðuhúsið að utan, eða vélaskúrinn eins og hann oft er kallaður. Skúrinn var upprunalega byggður utan um gömlu ljósavélina árið 1988, en hefur síðustu ár einnig gegnt hlutverki sem geymsluskúr fyrir áhöld og lager.

Sumarið 2022 var skúrinn stækkaður úr 11m2 í 30m2 því með auknum umsvifum á æfingasvæðinu þá hefur þörfin fyrir gott geymsluhúsnæði aukist. Núna erum við að klæða skúrinn að utan svo hann samsvari sig vel með öðrum byggingum á svæðinu. Markmiðið er að hafa öll húsin snyrtileg og í stíl.


7 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page