top of page
Search
Writer's pictureskotgrundmot

Aðalfundur - fundargerð

Aðalfundur Skotfélags Snæfellsness. Haldinn í félagshúsnæði félagsins í Hrafnkelsstaðabotni miðvikudaginn 24. maí kl. 20:00.


Jón Pétur formaður bauð alla velkomna á fundinn. Hann byrjaði á að þakka þeim félagsmönnum sem stóðu fyrir skotvopnasýningu á Veiðisafninu dagana 18. og 19. mars fyrir þeirra framlag. Það voru þau Guðmundur Andri, Dagný Rut, Samúel Pétur, Heiða Lára og Pétur Már. Svo fór hann lauslega yfir það hvað tekið yrði fyrir á aðalfundinum.


a) Skýrsla stjórnar - Jón Pétur fór yfir ársskýrslu stjórnarinnar. Samþykkt samhljóða.


b) Ársreikningur og árgjald ákveðið - Heiða Lára gjaldkeri fór yfir ársreikninginn. Hann var samþykktur samhljóða. Ákveðið var að hækka árgjald félagsins vegna mikillar uppbyggingar og kaups á nýju félagsheimili. Árgjaldið verður hækkað um 1.000 kr. og verður því 7.000 kr. en var áður 6.000 kr. Fjölmargir félagsmenn hafa kallað eftir því að árgjaldið verði hækkað umtalsvert eða jafnvel tvöfaldað vegna mikillar uppbyggingar og hversu góð aðstaða félagsmanna til skotæfinga sé orðin. Stefna félagsins er þó að hafa félagsgjöld eins hófleg og hægt er svo að sem flestir geti og hafi efni á að taka þátt í starfsemi félasins. Því var ákeðið að 1.000 kr. hækkun á árgjaldi væri hófleg. Félagsmenn sem vilja styrkja uppbyggingu félagsins geta styrkt félagið til frekari uppbyggingar með frjálsum framlögum. Reikningsnúmer félagsins má finna neðst á heimasíðu félagsins.

Kt. 670490-1499 Banki: 0191-26-802


c) Kosning formanns, stjórnar og skoðendur reikninga. Jón Pétur var kosinn formaður. Jón Pétur hefur gengt starfi formanns undanfarin 13 ár og ekkert mótframboð barst að þessu sinni. Framboð Jóns Péturs var samþykkt samhljóða og var hann endurjörinn til eins árs.

Borin var upp sú tillaga að fjölgað yrði um 2 í stjórn félagsins vegna mikillar uppbyggingar og stórra verkefna. Greidd voru atkvæði um það hvort fjölgað yrði í stjórninni eða ekki og fór kosninginn á þann veg að 18 vildu að fjölgað yrði, 1 var á móti og 1 skilaði auðu. Ákveðið var því að fjölga í stjórn félagsins um 2 stjórnarmenn og verða þeir því 9 í stað 7 áður.


Tveir af sjö eldri stjórnarmönnum ákváðu að gefa ekki kost á sér áfram í stjórn félasins og 10 félagsmenn buðu sig fram til stjórnarstarfa. Greidd voru atkvæði um hverjir skulu skipa stjórn félagsins. Nýja stjórn félagsins skipa: Jón Pétur Pétursson, Birgir Guðmundsson, Unnsteinn Guðmundsson, Arnar Hreiðarsson, Arnar Geir Diego Ævarsson, Guðmundur Andri Kjartansson, Arnar Guðlaugsson, Dagný Rut Kjartansdóttir og Mandy Nachbar.


d) Hlé - kaffi - Stutt hlé var gert á fundinum og boðið var upp á léttar veitingar.


e) Önnur mál - Ýmislegt var rætt undir liðnum önnur mál. Helst ber að nefna að farið var yfir lög félagsins og voru gerðar smávægilegar breytingar þar. "Stjórn félagsins skal skipuð 9 stjórnarmönnum í stað 7". Einnig verður sambandssvæði félagsins skilgreint í lögum félagsins. "Sambandssvæði Skotfélags Snæfellsness miðast við sveitarfélögin á Snæfellsnesi. Einungis félagar með skráð lögheimili innan sambandssvæðisins geta talist fullgildir félagar. Heimilt er að taka inn félagsmenn utan sambandssvæðisins og þá sem aukaaðila. Einungis fullgildir aðilar hafa rétt á setu í stjórn félagsins".

Starfsleyfi - Stjórn félagsins mun fara yfir starfsleyfi félagsins

Aðgengi að riffilsvæðinu - Reynt verður að tryggja að allir félagsmenn hafi gott aðgengi.

Aðgengi að leirdúfuskotvelli - Skipaður verður umsjónarmaður/menn með leirdúfuvelli.

Öryggisvesti - keypt verða fleiri öryggisvesti í öðrum lit sem merkt verða "starfsmaður".

Spjallgrúppa félagsmanna - Búið er að stofna spjallhóp fyrir félagsmenn á Facebook.

Spjallgrúppa stjórnarmanna - Stofnaður verður spjallhópur fyrir stjórn félagsins á Facebook.

Fatnaður fyrir félagsmenn- Stjórn félagsins mun velja fatalínu félagsins og skipuleggja það.

Nýtt merki/lógó félagsins - Búið er að hanna nýtt merki fyrir félagið. Samþykkt var að nota það á fatnað og annan varning tengdan félaginu, en gamla merkið verður áfram aðal merki félagsins.

Reyklaust íþróttasvæði - Bannað er að reykja í skothúsinu og í öðrum byggingum félagsins. Lagt var til að reykingar væru einnig bannaðar á keppnissvæðinu en sú tillaga var felld. Reynt verður þó að stýra því hvar má reykja og hvar ekki og sett verða upp stubbahús.

Bogfimideild - Undirbúningur fyrir stofnun bogfimideildar er í undirbúningi. Kostnaðurinn við stofnun deildarinnar er þó meiri en félagsmenn gerðu ráð fyrir og stjórn félagsins var falið að ákveða hvort peningur verði lagður í stofnun deildarinnar eða hvort því verði frestað þar til kostnaðarsömum framkvæmdaliðum og uppbyggingu sé lokið.

Öryggisreglur yfirfarnar - Stjórn félagsins mun fara yfir og uppfæra öryggisreglur á æfingasvæðinu.

Eftirlitsmyndavélar - verið er að setja upp nýjar eftirlitsmyndavélar á æfingasvæðinu.


Viðburðir

Sjómannadagsmót: Árlegt Sjómannadagsmót í leirdúfuskotfimi verður haldið 1. júní 2023.

Sumarsólstöðuhittingur: verður haldinn 21. júní 2023. (gæti færst til eftir veðurspá)

PRS mót: PRS Iceland verður með 2ja daga mót hjá okkur dagana 24. og 25. juní 2023.

Unglingakvöld: Í höndum stjórnar félasgsins.

Konukvöld: Í höndum stjórnar félasgsins.

Námskeið fyrir unglinga: Í höndum stjórnar félasgsins.

Afmæli Markviss: rætt var um áhuga á að heimsækja Skotfélagið Markviss í tengslum við afmæli félagsins.


Framkvæmdir

  • Sökklar undir nýtt félasheimili

  • Þökulagning og frágangur lóðar

  • Steypa vegg við riffilborð

  • Steypa tröppur við skothúsið

  • Steypa gangstétt í riffilbrautina

  • Sá grasfræjum/frágangur lóðar - (búið að kaupa grasfræ)

  • Setja upp rólur á leikvöll

  • Lakka skotborðin

  • Einangra loft í skothúsi

  • Frágangur innanhúss í skothúsi

  • Innrétting í skothúsi

  • Mála húsin að utan

  • Mála félagsheimili að innan og klæða með panil

  • Klára að skipta um gólf í félagsheimi

  • Klára kælingu fyrir ljósavél

  • Klára að klæða skothúsið að utan.


Fundi slitið kl. 22:45.









22 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page