84. Héraðsþing HSH
- skotgrundmot
- Apr 10
- 1 min read
Síðastliðinn mánduag fór fram 84. héraðsþing HSH. Að þessu sinni var það haldið í samkomuhúsi Grundarfjarðar og Ungmennafélag Grundarfjarðar sá um veitingar. Skotfélag Snæfellsness átti þar 3 þingfulltrúa en þar að auki mættu 3 aðrir frá félaginu okkar sem áheyrnarfulltrúar, alls 6 manns frá okkur.
Farið var yfir hefðbundin aðalfundarstörf og ný stjórn var kosin. Þingið var mjög vel sótt og vel heppnað og það var greinilegt að búið var að leggja mikla vinnu í undirbúning fyrir þingið. Það er bjart framundan hjá HSH, ný stjórn HSH er skipuð góðu fólki og við erum heppin að vera með öflugan framkvæmdarstjóra sem hefur lyft starfi HSH upp á hærra plan.

Comments