top of page
Search
Writer's pictureskotgrundmot

Íslandsmeistaramótið í BR50

Íslandsmeistaramótið í BR50 var haldið á Akureyri dagana 10. og 11. júní. Þar áttum við tvo keppendur en það voru þau Heiða Lára og Pétur Már. Vindurinn var aðeins að stríða keppendum, en á laugardeginum var keppt í Sporter- og Light Varmint flokkum. Þá var veður ágætt, þurrt og milt en nokkur vindur sem hringsnerist um skotvöllinn og gerði keppendum erfitt fyrir.

Á sunnudeginum bætti í vindinn og var hann enn verri viðureignar. Þegar riðill 3 var að skjóta blað nr. 2, kom vindhviða og feikti vindrellum um allt, og eitt keppnisspjaldið lét sig hverfa á haf út. Þurfti hann því að byrja upp á nýtt. Þetta gerðist svo aftur þegar riðill 1 var á síðasta blaði en þá fannst keppnisspjaldið aftur og var svo haldið áfram þegar allt var komið aftur á sinn stað.

Þrátt fyrir vind þá var þetta skemmtilegt mót og er Skotfélagi Akureyrar þakkað fyrir góðar móttökur.

Verðlaunahafar mótsins


Úrslit:

Heavy Varmint: 1) Jón Ingi Kristjánsson 2) Pétur Már Ólafsson 3) Jón Brynjar Kristjánsson

Unglingaflokkur: 1) Samúel Ingi Jónsson 2) Hólmgeir Örn Jónsson 3) Tristán Árni Eiríksson


Light Varmint: 1) Kristján Arnarson 2) Pétur Már Ólafsson 3) Aðalheiður L. Guðmundsdóttir

Unglingaflokkur: 1) Tristan Árni Eiríksson 2) Samuel Ingi Jónsson


Sporter: 1) Kristján Arnarson 2) Aðalheiður L. Guðmundsdóttir 3) Pétur Már Ólafsson

Unglingaflokkur: 1) Tristan Árni Eiríksson 2) Samuel Ingi Jónsson



13 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page